top of page

Siðareglur HEMA klúbbsins í Reykjavík

Við vonum að þú njótir samfélagsins og salarins okkar eins mikið og við. Siðareglur þessar gilda fyrir alla innan Reykjavik HEMA Club (héðan í frá nefnt RHC) - stjórnarmenn, þjálfara og alla aðra sem starfa á vegum félagsins. Stjórnarmenn og aðrir sem starfa á vegum RHC eru sjálfboðaliðar. Ætlast er til að allir sem taka að sér verkefni eða störf á vegum félagsins lesi og kynni sér siðareglur þessar og fari eftir þeim. Tilkynna skal stjórnarmanni eða þjálfara um brot á reglum. Ef ekki er farið að reglum klúbbsins getur það leitt til varanlegs banns.

Reglur

1. Sýndu ætíð heiðarleika og vingjarnlegt viðhorf til æfingafélaga og þjálfara.

2. Berðu virðingu fyrir þjálfaranum þínum. Þjálfarinn hefur umsjón með æfingum. Munið æfingareglur klúbbsins.

3. Berðu virðingu fyrir æfingarsalnum, umhverfinu og fólkinu í kringum þig. Sýndu þeim sem deila svæðinu með okkur kurteisi og virðingu.

4. Ekki misþyrma vísvitandi búnaði sem félagið útvegar félagsmönnum sínum til æfinga og settu hlutina aftur á sinn stað eftir æfingu.

5. Tryggðu alltaf trúnað varðandi börn og um málefni sem tengjast öðrum klúbbmeðlimi - en alltaf innan marka skyldubundinna tilkynningaskylda.

6. Ekki misnota vald eða yfirburði sem þú gætir haft yfir öðrum.

7. Varðveitum umhverfi og samfélag án mismununar, ekki mismuna einstaklingum eða hópum hvað varðar kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, fötlun, félagslega stöðu, aldur, kynhneigð, kyn eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins. Alls konar áreitni, mismunun og einelti er óviðunandi og ber að tilkynna það til þjálfara eða stjórnarmanna.

8. Taktu aldrei, hvort sem er beint eða óbeint, þátt í veðmálum, fjárhættuspilum, happdrætti og álíka viðburðum eða viðskiptum sem tengjast íþróttaviðburðum sem þú á einhvern hátt tekur þátt í, hvorki sem þátttakandi eða starfsmaður.

9. Ekki þiggja neinar gjafir eða gera samninga sem geta leitt til taps á trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi fyrir félagið, á meðan þú á einhvern hátt tengist Reykjavik HEMA Club, opinberlega eða óopinberlega.

Brot á siðareglum RHC
- Ferli -

Ef iðkandi, foreldri, stjórnarmaður, starfsmaður, meðlimur, sjálfboðaliði eða einhver annar telur að þessar siðareglur hafi verið brotnar, ætti hann/hún/hán að vísa málinu til hvaða stjórnarmanns sem er í RHC, sem mun taka upp málið í samræmi við tilefni. Þú getur haft samband beint við okkur í síma (8451073) eða með tölvupósti merkt „Trúnaðarmál“ (á atlifg11@gmail.com). Með réttri málsmeðferð verða mál tekin fyrir á stjórnarfundi.
 

Ef um barnaníð er að ræða skal höfða málið til barnaverndar, lögreglu eða annan viðeigandi aðila og vinna eftirmála málsins í samvinnu við viðkomandi stofnun ef það á við.

Komi upp mál er varða kynferðisbrot, sbr. 22. kafla almennra hegningarlaga, eða þar sem öðru líkamlegu ofbeldi hefur verið beitt, ber stjórnarmönnum að hafa samband við lögreglu.
 

Brot á siðareglum af einhverjum ástæðum getur leitt til varanlegs banns frá hlutverki innan félagsins eða frá félaginu sjálfu. Að sama skapi munu allir hópmeðlimir sem eru dæmdir eða grunaðir um hvers kyns líkamsárás eða ofbeldishegðun sæta ferli stjórnar.
 

Stjórn RHC tekur ákvörðun þegar málið hefur verið skoðað hvort:

● Málið verði fellt niður

● Viðkomandi fær áminningu

● Viðkomandi er vikið úr félaginu tímabundið

● Viðkomandi einstaklingur settur í varanlegt bann frá félaginu
 

Allir þeir sem starfa eða eru sjálfboðaliðar hjá RHC verða að undirrita siðareglur þessar áður en störf hefjast. Þessar siðareglur eru einnig skyldar starfandi meðlimum og verða aðgengilegar almenningi á heimasíðu RHC.

© 2020 - 2021  HEMA klúbburinn í Reykjavík. 

bottom of page